Greinasafn fyrir merki: menntun

Menntun, gáfur og siðmenning

troll-imadeWEB-1Tilvera: „Það er ljóst að siðmenningin hófst ekki fyrr en fólk fór að lesa og skrifa. Maðurinn á rétt á menntun.“

Ónytjungur: „Hvaða meinarðu með að lesa og skrifa? Hvort ertu að tala um lestrarhæfnina eða skriftarkunnáttuna?“

Tilvera: „Án skriftar er lestur útilokaður.“

Ónytjungur: „Ef ég man rétt þá stóðu kristilegir trúboðar fyrir lestrar- og skriftarkennslu áður fyrr til að geta fært biblíuna til fólksins á þeirra eigin tungumáli. Þannig varð til dæmis kyrillíska letrið til. Um hvaða bók snýst þetta núna?“

Tilvera: „Þetta snýst um að maðurinn eigi rétt á menntun.“

Ónytjungur: „Var ekki nóg að nota mynd til menntunar?“

Tilvera: „Til að geta skapað sér mynd er þörf á greind.“

Ónytjungur: „Hvað meinarðu með greind?“

Tilvera: „Til eru mismunandi afbrigði greindar.“

Ónytjungur: „Hver segir það?“

Tilvera: „Greindarvísitalan.“

Ónytjungur: „Meinarðu Rorschach-prófið sem notað er í greindarrannsóknum?“

Tilvera: „Þetta eru vísindi. Aðeins með lestar- og skriftarkunnáttu er hægt að ná hærri greindarvísitölu.“

Ónytjungur: „Fyrst greind er nú mælanleg og menntun er aðeins möguleg með lestri og skrift þá hef ég nokkrar spurningar sem ég hef lengi verið að velta fyrir mér án þess að hafa fundið svar við.“

Tilvera: „Láttu þær koma, ég hlusta.“

Ónytjungur: „Gæti ólæs maður búið til flókna, rafknúna vél?“

Tilvera: „Nei.“

Ónytjungur: „Hvernig liti flugvél út sem ólæs maður hefði búið til?“

Tilvera: „Líklega eins og fjaðrakjóll en við vitum að enginn gæti flogið slíkri vél.“

Ónytjungur: „Þá væri hann vafalaust líka of heimskur til að skilja hvað þyrfti að gera til að láta tvo atómkjarna renna saman.“

Tilvera: „Hvílík hugmynd! Ég gæti það ekki einu sinni sjálf og ég er mjög vel lesin. Það væri aðeins á færi einhvers með enn hærri greindarvísitölu en ég.“

Ónytjungur: „Og til hvers lærðirðu þá að lesa? Til að geta lesið um að einhver annar geti látið tvo atómkjarna renna saman?“

Tilvera: „Til dæmis.“

Ónytjungur: „Og um að til eru flugskeyti sem þurfa aðeins hálftíma til að komast hálfan hringinn í kringum hnöttinn?“

Tilvera: „Það eru mikilvægar upplýsingar.“

Ónytjungur: „Af hverju?“

Tilvera: „Þá veit ég hve langan tíma ég hef til að finna skjól.“

Ónytjungur: „Skjól fyrir hverju?“

Tilvera: „Fyrir kjarnorkusprengju.“

Ónytjungur: „Ertu að segja mér að siðmenningin hafi hafist með lestrar- og skriftarkunnáttunni og að maðurinn eigi rétt á menntun svo að hann geti, til dæmis, komist í skjól í tíma fyrir kjarnorkusprengju sem menn á grundvelli árangursríkrar lestrar- og skriftarkunnáttu og hærri greindarvísitölu hafa fundið upp, smíðað, sett upp og notað?“

Tilvera: „Það sagði ég aldrei.“

Ónytjungur: „En er það ekki þannig, 70 árum eftir Hiroshima og Nagasaki, þegar allt kemur til alls?“

Tilvera: „Til þessa hafa bæði þau 1.200 meiriháttar óhöpp sem og hinar einu, tvennu tölvuviðvaranirnar á viku, sem verða í Bandaríkjunum, alltaf farið vel.“

 Ónytjungur: „Og hvers vegna minnir þetta mig á þjófinn sem ákvað að brjótast inn í hús nágrannans næstu nótt með þeim rökum að innbrotin hefðu hingað til alltaf farið vel og hann hefði aldrei verið staðinn að verki?“

Tilvera: „Af því að þú ert heimskingi.“

Ónytjungur: „Það er þá eitthvað gott við að vera heimskingi. Sagði ég þér nokkurn tímann frá því að móðir Alberts Camus hafði aðeins 400 orða orðaforða?“

Tilvera: „Og hvaða ályktun dregurðu af því?“

Ónytjungur: „Að ekki er öruggt að orðaforði upp á 40.000 orð geri menn greindari aðeins mælskari.“

Tilvera: „Ertu að dæma Albert Camus?“

Ónytjungur: „Hvernig dettur þér það í hug? Ef ég man rétt erum við að tala um greindarrannsóknir, um fólk sem á grundvelli árangursríkrar lestrar- og skriftarkunnáttu og hærri greindarvísitölu fundu upp, smíðuðu, settu upp og höfðu í hyggju að nota kjarnorkusprengjuna þína, um þjóf sem ákvað að brjótast inn í hús nágrannans að nóttu til með þeim rökum að innbrotin hefðu nú alltaf farið vel þar sem hann hefði aldrei verið staðinn að verki, og um þig því þú telur að siðmenningin hafi hafist með lestri og skrift og þess vegna eigi maðurinn rétt á menntun.“

Tilvera: „Á hann kannski ekki rétt á henni?

Ónytjungur: „Það er ekki málið. En ég get aðeins talað fyrir sjálfan mig. Og ég hef nú þegar heyrt það sem ég þarf til að  ákveða að það sé þó betra að vera heimskur og ég vil frekar tala um fólk sem hefur áunnið sér traust mitt. Greind er ekki til í fleirtölu.

þýðandi: Maria Huld Pétursdóttir

deBildung, Intelligenz und Zivilisation

frÉducation, intelligence et civilisation

ukEducation, intelligence and civilisation

Skilningslaus

Troll_Illu_1Sá leitandi spurði eitt sinn gamlan mann hvað honum kæmi fyrst í huga þegar hann hugsaði um orðin skilningur, skynsemi, skynjun, notagildi, raunveruleiki, ímyndun, trú, menntun og rökhugsun.

Unbenannt-17Sá gamli hallaður sér aftur að trjábolnum og muldraði: „Það má berja það inn í höfuðið á fólki þúsund sinnum á dag að þau sitji ekki á kyrrum og rólegum fleti heldur þeytist á ógnarhraða í kringum sól.

Það má láta fólk lesa þetta upphátt, leggja þetta á minnið og jafnvel sannfæra það um að þetta sé staðreynd en það breytir því ekki að á hverjum degi er fólk algjörlega með það á hreinu í óhagganlegri vissu sinni að upp yfir þennan kyrra og rólega flöt þeirra, mitt í allri kyrrðinni, rís sólin.

Fer þá lítið fyrir skilningi, skynsemi, skynjun, notagildi, raunveruleika, ímyndun, trú, menntun og rökhugsun.“

þýðandi: Guðrún Sævarsdóttir

deVerständnislos

ukIncomprehensible

frIncompréhensif